Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer 2. janúar 2007 13:00 Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Írak Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks.
Írak Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira