Ný tungumál væntanleg 20. ágúst 2007 15:30 Gunnar Þór Jakobsson er einn þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni. MYND/GVA Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu. Vísindi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu.
Vísindi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira