Erlent

Hómer og fjölskylda mætt til Vermont

Heimabær Homers, Marge, Barts, Lísu og Maggie, Springfield í Vermont í Bandaríkjunum, var valinn gestgjafi frumsýningar kvikmyndarinnar um fjölskylduna vinsælu, The Simpsons Movie. Höfundurinn Matt Groening var á meðal þúsunda sem flykktust á götur bæjarins að þessu tilefni. Götum var lokað fyrir umferð og Simpsonfjölskyldan sjálf gekk um á meðal aðdáendanna sem sumir höfðu litað hár sitt blátt.

Myndin fjallar um ein helstu ágreiningsmál nútímasamfélagsins, trúmál og umhverfismál. Bærinn var valinn í netkosningu bandaríska dagblaðsins USA today og hafði betur en aðrir Springfield bæir í þrettán fylkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×