Erlent

Talíbanar gefa afgönskum stjórnvöldum lengri frest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ættingjar gíslanna biðu frétta af þeim í dag
Ættingjar gíslanna biðu frétta af þeim í dag Mynd/ AFP
Talsmaður Talíbana, Qari Yousef Ahmadi, sagði fyrr í dag að frestur afganskra stjórnvalda til að leysa úr haldi 23 talíbanska fanga yrði framlengdur til morguns. Mannræningjarnir hafa hótað að myrða 23 suður-kóreska gísla sleppi afgönsk stjórnvöld ekki föngunum.

 

Lögreglustjóri í Ghazni héraðinu í Afganistan sagði að afgönsk stjórnvöld og öldungar hefðu hitt mannræningjana fyrr í dag til að freista þess að ná lausn fram lausn í málinu. Þá hafa bandarísk og afgönsk herlið tekið sér stöðu á svæðinu og eru reiðubúin undir hernaðarátök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×