Erlent

Hundrað manns létust í óveðri í Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjörutíu manns hafa látist í óveðri í Shandong héraði.
Fjörutíu manns hafa látist í óveðri í Shandong héraði. Mynd/ AFP

Óveður varð að minnsta kosti 100 manns að bana í Kína í síðustu viku. Í Austur-Shandong héraði hafa 40 látíst síðan á miðvikudag. Þá hafa fjörutíu lík fundist við Chongqing eftir flóð og aurskriður. Fjölda manns er saknað þar. Í Yunnan héraði létust 27 manns eftir aurskriður. Fréttastofa Xinhua hefur eftir yfirvöldum í Kína að búist sé við miklum flóðum á næstu dögum við ána Huai, sem rennur í gegnum fjölmörg héruð í mið- og austurhluta Kína. Um 400 manns hafa látist vegna óveðurs í Kína á undanförnum vikum en þar fórust alls 2700 í fyrra vegna flóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×