Flóð víða um heim Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2007 19:26 Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira
Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira