Flóð víða um heim Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2007 19:26 Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira