Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra 18. janúar 2007 12:49 Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust og mun birta leynilega viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira