Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra 18. janúar 2007 12:49 Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust og mun birta leynilega viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira