Erlent

Kennslukona stungin með skærum

MYND/AFP

Ráðist var á kennslukonu fyrir utan skóla í Lyngby í Danmörku í morgun og hún stungin með skærum. Árásarmaðurinn er enn ófundinn.

Árásin átti sér stað fyrir utan Verslunarskólann í Lyngby. Nokkrir nemendur skólans komu að konunni þar sem hún lá óvíg í jörðinni. Hún var flutt á slysadeild en ekki liggur fyrir hvort hún sé í lífshættu. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og ekki er vitað hvort um nemanda konunnar sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×