Erlent

Camilla verður ekki viðstödd minningarathöfn um Díönu prinsessu

Camilla Parker Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, sagði í gær að hún myndi ekki vera viðstödd athöfn þar sem þess verður minnst að tíu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa af Wales lést. Camilla gaf þá skýringu að hún vildi ekki skyggja á minningu Díönu prinsessu með nærveru sinni. Hún sagðist jafnframt vera hrærð yfir því að Karl prins og synir hans Vilhjálmur og Harry hafi boðið sér að vera viðstödd athöfnina. Díana prinsessa lést í hörmulegu bílslysi þann þrítugasta og fyrsta ágúst 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×