Erlent

Verðlaunafé heitið þeim sem upplýsir um brennuvarga

Verðlaunafé að jafnvirði allt að 90 milljóna íslenskra króna er heitið þeim sem geta gefið upplýsingar sem leiði til handtöku þeirra sem bera ábyrgð á skógareldum í Grikklandi. Eldarnir hafa orðið að minnsta kosti 60 manns að bana. Þegar hafa fjölmargir verið handteknir. Eldurinn heldur áfram að breiðast út. Um tíma leit út fyrir að hin forna Ólympía yrði eldinum að bráð. En fyrir snarræði slökkviliðsmanna tókst að koma í veg fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×