Enski boltinn

Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum.

Talsmaður félagsins sagði að leikmaðurinn nyti læknisaðstoðar í sjúkrabíl en væri kominn til meðvitundar. Nottingham Forest var 1-0 yfir þegar leikurinn var flautaður af með marki frá Junior Agogo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×