Enski boltinn

Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages
Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez.

„Okkur hefur verið sagt að nefndin muni úrskurða um málið í lok júni og við bíðum spenntir eftir að heyra útkomuna," sagði Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffiled United, við blaðamenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×