Enski boltinn

Aliadiere skrifar undir hjá Boro

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar.

Aliadiere hefur gengist undir læknispróf og stóðst það með prýði. Leikmaðurinn skrifaði því undir þriggja ára samning við félagið og er þar með fyrsti leikmaðurinn sem Middlesbrough kaupir í sumar.

Liðið hefur einnig náð samkomulagi við Tyrkneska landsliðsmanninn Tuncay Sanli, en vonast er til að hann skrifi undir samning á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×