Enski boltinn

Beckham reiknar með útlendum þjálfara

NordicPhotos/GettyImages

Enski landliðsmaðurinn David Beckham segist reikna með því að það verði erlendur þjálfari sem taki við enska landsliðinu af Steve McClaren.

"Það eru ekki margir enskir þjálfarar á lausu núna en nóg af góðum erlendum þjálfurum," sagði Beckham.

Hann segir stutt síðan McClaren hafi notið stuðnings í starfi sínu, en það sé fljótt að breytast.

"Þjálfarinn naut lengst af stuðnings og hann nýtur alltaf stuðnings leikmanna. Steve er auðvitað ekki þjálfari lengur og menn verða að sætta sig við það," sagði Beckham í útvarpsviðtali.

Hann segist gjarnan vilja ná að spila 100. landsleikinn sinn fyrir nýjan þjálfara í framtíðinni. "Það yrði draumur að ná því takmarki en það er ekki í mínum höndum. Ég verð áfram á lausu og vona að ég verði áfram í hópnum árið 2010," sagði fyrrum fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×