Jafntefli var niðurstaðan í leikjum Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Norsku meistararnir í Rosenborg náðu óvæntum úrslitum á Stamford Bridge. Þeir tóku forystuna en Shevchenko jafnaði snemma í seinni hálfleik og úrslitin 1-1.
Porto tók á móti Liverpool og komst yfir úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jose Reina, markvörð Liverpool. Hollendingurinn Dirk Kuyt jafnaði metin á sautjándu mínútu. Enska liðið lék síðan einum færri stærstan hluta seinni hálfleiks en úrslitin urðu 1-1 líkt og á Stamford Bridge.
Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en með þessum leikjum hófst keppni í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Viðbrögð knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool koma inn á Vísi á eftir.
A-riðill
Porto - Liverpool 1-1
1-0 Gonzalez (víti 8.)
1-1 Dirk Kuyt (17.)
Rautt: Pennant, Liverpool (58.)
Marseille - Besiktas 1-0
1-0 Rodriguez (76.)
2-0 Cisse (90.)
B-riðill
Chelsea - Rosenborg 1-1
0-1 Mika Koppinen (24.)
1-1 Andriy Shevchenko (53.)
Schalke - Valencia 0-1
0-1 Villa (63.)
C-riðill
Olympiakos - Lazio 1-1
1-0 Galletti (55.)
1-1 Zauri (77.)
Real Madrid - Werder Bremen 2-1
1-0 Raul (16.)
1-1 Sanogo (17.)
2-1 Nistelrooy (75.)
D-riðill
AC Milan - Benfica 2-1
1-0 Pirlo (9.)
2-0 Inzaghi (23.)
2-1 Gomes (90.)
Shaktar Donetsk - Celtic 2-0
1-0 Brandao (6.)
2-0 Lucarelli (9.)