Erlent

Óttast um afdrif eitt hundrað farþega

Óttast er um afdrif rúmlega eitthundrað farþega sem voru um borð í flugvél sem brotlenti í suðurhluta Kamerún í morgun. Samband við flugvélin rofnaði skömmu eftir að hún tók á loft frá Douala í Kamerún í morgun en hún var á leið til Nairobi í Kenýa.

Yfirvöld í Kamerún hafa litlar upplýsingar getað veitt um slysið en vitað er að vélin brotlenti nærri bænum Niete í Kamerún. Ættingjar farþeganna söfnuðust strax saman á flugvellinum í Nairobi þar sem þeir bíða enn frekari frétta. Flugvélin er af gerðinni Boeing 737-800 en eitt hundrað og sex farþegar voru um borð og átta manna áhöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×