Enski boltinn

Fowler fer aftur á Anfield

Robbie Fowler hefur ekki spilað sinn síðasta leik á Anfield
Robbie Fowler hefur ekki spilað sinn síðasta leik á Anfield NordicPhotos/GettyImages

Nú hefur verið dregið í fjórðu umferð enska deildarbikarsins og þar ber hæst að Robbie Fowler fer með liði sínu Cardiff á Anfield og mætir sínum gömlu félögum í Liverpool. Þá fá United-banarnir í Coventry heimaleik á móti West Ham.

Leicester fékk heimaleik á móti bikarmeisturum Chelsea. 2. deildarlið Luton fær Everton í heimsókn og þá eru tveir leikir milli úrvalsdeildarliða þar sem Portsmouth og Blackburn lentu saman - og svo Bolton og Man City.

Fjórða umferðin í deildarbikarnum fer fram mánudaginn 29. október:

Luton Town - Everton

Portsmouth - Blackburn Rovers

Chelsea - Leicester City

Sheffield United - Arsenal

Tottenham Hotspur - Blackpool

Bolton Wanderers - Manchester City

Coventry City - West Ham United

Liverpool - Cardiff City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×