Erlent

Átta manns létust í bílslysi í Indiana

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í bílslysi í Indiana fylki í Bandaríkjunum í dag. Um margra bíla árekstur var að ræða á hraðbraut í fylkinu þar sem þrír flutningabílar og fjórir fólksbílar skullu saman. Mikil rigning er talin hafa ollið því að menn misstu stjórn á ökutækjum sínum. Tíu manns voru um borð í ökutækjunum sjö sem lentu í slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×