Enski boltinn

Wenger: Flutningurinn á Emirates hefur kostað okkur stig

Emirates völlurinn í London
Emirates völlurinn í London NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir engan vafa á því í sínum huga að flutningur liðsins á Emirates völlinn hafi reynst því erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. Ungir leikmenn liðsins hafi fundist þeir vera að spila á hlutlausum velli framan af tímabili, en séu nú óðum að venjast nýjum aðstæðum.

"Í fyrstu tíu leikjunum í vetur var eins og við spiluðum á hlutlausum velli því okkur fannst við vera á annari plánetu þó við værum umkringdir stuðningsmönnum okkar. Það tekur tíma fyrir liðið að venjast nýjum búningsherbergjum og að fá tilfinningu fyrir því að þetta sé heimavöllurinn. Smátt og smátt byggja menn upp jákvæðar minningar eftir góða sigurleiki og í dag er Emirates að verða sannur heimavöllur okkar. Þessi flutningur hefur þó vegið þyngra en menn gera sér grein fyrir því ég er alveg viss um að við hefðum unnið suma jafnteflisleikina okkar á Emirates í vetur ef þeir hefðu verið spilaðir á gamla Highbury," sagði Wenger. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×