Frekari refsiaðgerðum hótað 20. febrúar 2007 06:15 Engu er líkara en Mohammed ElBaradei, fyrirmaður Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, sé þarna að hneigja sér fyrir Ali Larijani, fulltrúa Írans, á fundi þeirra í apríl í fyrra. MYND/AFP Á morgun rennur út sá frestur sem Sameinuðu þjóðirnar settu Írönum til að hætta úranauðgun eða sæta ella frekari refsiaðgerðum. Íranar standa þó enn sem fyrr fast á því að þeir þurfi á kjarnorku að halda til friðsamlegra nota. Ali Larijani, aðalsamningafulltrúi Írans í kjarnorkumálum, ætlar að ganga á fund Mohammeds ElBaradei, yfirmanns kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, IAEA, í Vínarborg í dag. Í gær, aðeins tveimur dögum áður en fresturinn rann út, hófust síðan heræfingar í Íran, þær viðamestu frá því í mars árið 2006. Talið er að um 60 þúsund hermenn taki þátt í æfingunum, allt saman menn í byltingarvarðliðinu, úrvalshersveitum landsins.Olían ekki óþrjótandiÁ fundi sínum hinn 23. desember síðastliðinn ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita Írana refsiaðgerðum vegna þess að þeir hafa ekki viljað hætta við áform sín um að auðga úran, sem gerir þeim kleift að eignast kjarnorkuvopn. Jafnframt samþykkti ráðið að veita Írönum sextíu daga frest til þess að verða við kröfum ráðsins, að öðrum kosti yrðu frekari refsiaðgerðir ákveðnar. Ekkert bendir til annars en að Íranar ætli sér ekki að hætta auðgun úrans. Þvert á móti hafa Íranar allar götur haldið fast í þá afstöðu að þeir hafi fullan rétt til að stunda kjarnorkuvinnslu í friðsamlegum tilgangi, enda ætli þeir sér alls ekki að nota kjarnorkuna til þess að búa til kjarnorkuvopn.Ali Khameini erkiklerkur ítrekaði þetta í sjónvarpsviðtali á laugardaginn og sagði það ekkert annað en „grunnhyggni“ að halda því fram að Íranar þurfi ekki á kjarnorku að halda. „Olíu- og gasauðlindir endast ekki til eilífðarnóns. Sú þjóð sem hugar ekki að framleiðslu fyrir framtíðarorkuþörf sína verður ofurseld ríkjum sem sækjast eftir yfirráðum,“ sagði Khameini.Ekki teknir trúanlegirBæði Bandaríkin og Evrópuríki hafa neitað að taka þessar yfirlýsingar um friðsamlega notkun kjarnorkunnar trúanlegar. Íranar segjast hins vegar þurfa á kjarnorkunni að halda til að framleiða rafmagn þegar olíulindirnar ganga til þurrðar.Íranar framleiða nú 4,2 milljónir tunna af olíu á dag og talið er að auðlindirnar geti með góðu móti gefið af sér 137 milljarða tunna, en það nemur um 12 prósentum af heildarolíuforða jarðarbúa. Deilurnar nú snúast hins vegar um auðgun úrans, sem Íranar hafa stundað þrátt fyrir andstöðu Vesturlanda. Auðgun úrangrýtis, sem finnst í náttúrunni, er nauðsynlegt til þess að það verði nothæft til kjarnorkuvinnslu. Auðgunin, sem svo er nefnd, felst í því að úranið er gert geislavirkara, með því að auka hlutfall geislavirkari samsæta efnisins í úrangrýtinu. Þar með aukast möguleikarnir á kjarnaklofnun, sem eru ekki sérlega miklir í óauðguðu úrani.Halda ótrauðir áframÍ febrúar síðastliðnum skýrðu Íranar frá því að þeir hefðu auðgað úran og hefðu notað til þess 164 skilvindur, sérhæfðan tæknibúnað sem bæði getur framleitt kjarnorkueldsneyti og efni í kjarnorkuvopn. Íranar hafa áform um að koma sér upp 54.000 slíkum skilvindum. Með þeim væri hægt að framleiða kjarnorkueldsneyti sem dygði til að reka þúsund megavatta kjarnorkuver í eitt ár. Á næstu tveimur áratugum stefna Íranar að því að framleiða 20 þúsund megavött af raforku í kjarnorkuverum.Í síðustu viku var búist við því að Íranar myndu skýra frá því, að þeir hefðu tekið 3.000 skilvindur í notkun, en einhver töf hefur orðið á því. Þó er ekki vitað hvers vegna sú tilkynning kom ekki fram. Á hinn bóginn fullyrti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, í síðustu viku að Íranar væru nú orðnir fullfærir um að stunda kjarnorkuvinnslu. Næstu tvo mánuðina verði síðan smám saman skýrt frá nýjum áföngum Írana í kjarnorkumálum. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Á morgun rennur út sá frestur sem Sameinuðu þjóðirnar settu Írönum til að hætta úranauðgun eða sæta ella frekari refsiaðgerðum. Íranar standa þó enn sem fyrr fast á því að þeir þurfi á kjarnorku að halda til friðsamlegra nota. Ali Larijani, aðalsamningafulltrúi Írans í kjarnorkumálum, ætlar að ganga á fund Mohammeds ElBaradei, yfirmanns kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, IAEA, í Vínarborg í dag. Í gær, aðeins tveimur dögum áður en fresturinn rann út, hófust síðan heræfingar í Íran, þær viðamestu frá því í mars árið 2006. Talið er að um 60 þúsund hermenn taki þátt í æfingunum, allt saman menn í byltingarvarðliðinu, úrvalshersveitum landsins.Olían ekki óþrjótandiÁ fundi sínum hinn 23. desember síðastliðinn ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita Írana refsiaðgerðum vegna þess að þeir hafa ekki viljað hætta við áform sín um að auðga úran, sem gerir þeim kleift að eignast kjarnorkuvopn. Jafnframt samþykkti ráðið að veita Írönum sextíu daga frest til þess að verða við kröfum ráðsins, að öðrum kosti yrðu frekari refsiaðgerðir ákveðnar. Ekkert bendir til annars en að Íranar ætli sér ekki að hætta auðgun úrans. Þvert á móti hafa Íranar allar götur haldið fast í þá afstöðu að þeir hafi fullan rétt til að stunda kjarnorkuvinnslu í friðsamlegum tilgangi, enda ætli þeir sér alls ekki að nota kjarnorkuna til þess að búa til kjarnorkuvopn.Ali Khameini erkiklerkur ítrekaði þetta í sjónvarpsviðtali á laugardaginn og sagði það ekkert annað en „grunnhyggni“ að halda því fram að Íranar þurfi ekki á kjarnorku að halda. „Olíu- og gasauðlindir endast ekki til eilífðarnóns. Sú þjóð sem hugar ekki að framleiðslu fyrir framtíðarorkuþörf sína verður ofurseld ríkjum sem sækjast eftir yfirráðum,“ sagði Khameini.Ekki teknir trúanlegirBæði Bandaríkin og Evrópuríki hafa neitað að taka þessar yfirlýsingar um friðsamlega notkun kjarnorkunnar trúanlegar. Íranar segjast hins vegar þurfa á kjarnorkunni að halda til að framleiða rafmagn þegar olíulindirnar ganga til þurrðar.Íranar framleiða nú 4,2 milljónir tunna af olíu á dag og talið er að auðlindirnar geti með góðu móti gefið af sér 137 milljarða tunna, en það nemur um 12 prósentum af heildarolíuforða jarðarbúa. Deilurnar nú snúast hins vegar um auðgun úrans, sem Íranar hafa stundað þrátt fyrir andstöðu Vesturlanda. Auðgun úrangrýtis, sem finnst í náttúrunni, er nauðsynlegt til þess að það verði nothæft til kjarnorkuvinnslu. Auðgunin, sem svo er nefnd, felst í því að úranið er gert geislavirkara, með því að auka hlutfall geislavirkari samsæta efnisins í úrangrýtinu. Þar með aukast möguleikarnir á kjarnaklofnun, sem eru ekki sérlega miklir í óauðguðu úrani.Halda ótrauðir áframÍ febrúar síðastliðnum skýrðu Íranar frá því að þeir hefðu auðgað úran og hefðu notað til þess 164 skilvindur, sérhæfðan tæknibúnað sem bæði getur framleitt kjarnorkueldsneyti og efni í kjarnorkuvopn. Íranar hafa áform um að koma sér upp 54.000 slíkum skilvindum. Með þeim væri hægt að framleiða kjarnorkueldsneyti sem dygði til að reka þúsund megavatta kjarnorkuver í eitt ár. Á næstu tveimur áratugum stefna Íranar að því að framleiða 20 þúsund megavött af raforku í kjarnorkuverum.Í síðustu viku var búist við því að Íranar myndu skýra frá því, að þeir hefðu tekið 3.000 skilvindur í notkun, en einhver töf hefur orðið á því. Þó er ekki vitað hvers vegna sú tilkynning kom ekki fram. Á hinn bóginn fullyrti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, í síðustu viku að Íranar væru nú orðnir fullfærir um að stunda kjarnorkuvinnslu. Næstu tvo mánuðina verði síðan smám saman skýrt frá nýjum áföngum Írana í kjarnorkumálum.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira