Erlent

Enn eitt fuglaflensusmit í Þýskalandi

Dýralæknar við alilfuglabú í Wachenrot í Þýskalandi.
Dýralæknar við alilfuglabú í Wachenrot í Þýskalandi. MYND/Stöð2

Yfirvöld í Þýskalandi hófu í gær að slátra þúsundum alifugla á tveimur fuglabúum í bæjunum Trumling og Hofing í Bæjaralandi vegna fuglaflensusmits. Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni greindist í alifuglum í bænum Wachenroth í lok síðasta mánaðar. Fuglabúin í Trumling og Hofing voru í viðskiptasambandi við fuglabúið í Wachenroth.

Þýsk yfirvöld gera ráð fyrir því að slátra þurfi um 205 þúsund alifuglum á næstu vikum vegna smitsins. Sóttvarnarsvæði hefur verið komið upp í kringum búin. Sýni sem tekin voru úr fuglum í Trumling og Hofing þóttu sanna að smit væri að ræða en yfirvöld hafa þó ítrekað að ekki sé um farald að ræða heldur afmarkað smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×