Erlent

Líklegt að Tony Blair tilkynni afsögn í næstu viku

MYND/AFP

Miklar líkur benda til þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, muni tilkynna afsögn sína í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Í viðtali í sjónvarpsþættinum GMTV á ITV sjónvarpsstöðinni í morgun sagði Blair að von væri á yfirlýsingu frá honum í næstu viku. Blair hefur áður sagt að hann muni láta af embætti forsætisráðherra fyrir september en hefur að öðru leyti ekki viljað tiltaka nákvæma dagsetningu.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Bretlandi nú í vikunni og í dag fagnar Blair tíu ára afmæli á forsætisráðherrastól.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×