Mörgum til ama eru naktar eða fáklæddar konur notaðar til þess að auglýsa nánast hvað sem er. Ímyndunarafli auglýsenda virðast lítil takmörk sett þegar þeir reu að finna flöt á því að setja berar konur í auglýsingar sínar. Toppnum.....eða botninum hefur þó líklega verið náð á Ítalíu. Þar auglýsa fáklæddar fegurðardísir líkkistur.
Útfararstofan Cofanifunebri hefur sent frá sér dagatal, sem í sjálfu sér er ekki svo vitlaust, einhverntíma verða dagar manns jú taldir. En á þessum dagatölum eru myndir af stúlkum í g-strengjum og agnarlitlum brjóstahöldum sem stilla sér upp við fagurlega útskornar og skreyttar líkkistur.