Erlent

Þúsundir minnast Elvis við Graceland

Aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presley héldu á kertum og sungu lög hans við Graceland í gær.
Aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presley héldu á kertum og sungu lög hans við Graceland í gær. MYND/AP

Þúsundir manna hafa lagt leið sína til Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum til þess að minnast þess að í dag eru 30 ár frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést.

Fólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur safnast saman við heimili hans, Graceland, en þar lést Elvis þann 16. ágúst árið 1977 af völdum hjartaáfalls en hann hafði þá glímt við pillufíkn.

Minningartónleikar um goðið verða svo haldnir í dag þar sem meðal annars fyrrverandi hljómsveitarfélagar Elvis koma fram auk Priscillu Presley, fyrrverandi eiginkonu Elvis, og dóttur hans Lisu Marie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×