Erlent

Ekki fleiri svipt sig lífi í Bandaríkjaher í 26 ár

MYND/AP

Níutíu og níu hermenn í bandaríska hernum sviptu sig lífi á síðasta ári og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri í 26 ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá Bandaríkjaher sem AP-fréttastofan hefur undir höndum.

Þar kemur fram að margir hermannanna hafi svipt sig lífi við störf í Írak og Afganistan. Erfiðleikar í fjármálum og einkalífi ásamt álagi á vígstöðvunum er meðal orsakanna fyrir þessari háu tölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×