Innlent

Búist við deilum um hjónavígslu samkynhneigðra

Sr. Bjarni Karlsson prestur í Lauganeskirkju
Sr. Bjarni Karlsson prestur í Lauganeskirkju

Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segist ekki svartsýnn á það að samstaða náist á prestastefnu í dag um tillögu 42 presta og guðfræðinga þess efnis að heimila hjónabönd samkynhneigðra. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, býst við miklum deilum um tillöguna.

Prestastefnan var sett á Húsavík í gær og í dag fara fram umræður, meðal annars um tillögu prestanna fjörutíu og tveggja. Kynnt verða endurskoðuð drög að ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem gert er ráð fyrir að prestum verði heimilað að blessa samvist samkynhneigðra, eins og gert hefur verið á undanförnum árum, og er tillagan breytingartillaga við ályktunina, þar sem lagt er til að gengið verði skrefi lengra og hjónabönd samkynhneigðra heimiluð.

 

Geir Waage prestur í Borgarfirði Myndir frá 1974-1980 af ýmsu fólki nafngreindu í athugasemdum. Ef ekki finnast gamlar, þá nýrri.

„Þetta er framtíðarmál, hvort sem þetta gerist núna í einu skrefi eða ekki,“ segir Bjarni. Hann segir ályktunardrög kenningarnefndarinnar einnig skref í rétta átt. „Þar er því slegið algjörlega föstu að það sé ekki skilningur íslensku þjóðkirkjunnar að Biblían mótmæli samkynhneigð.“ Bjarni segist ekki eiga von á að tillaga kenningarnefndarinnar mæti mikilli andstöðu.

Geir segist þó ekki geta tekið afstöðu til tillögunnar strax. „Hvernig um tillöguna verður fjallað eða rætt, ræðst algjörlega af því hvernig biskupinn leggur hana fram. Þeir vilja hins vegar augljóslega búa til eitthvað sem heitir hjónaband fólks af sama kyni og ég er þeirrar skoðunar að það gangi ekki upp. Við breytum ekki þeirri skikkan skaparans að það eru karl og kona sem eiga í hjónabandi.“ Ákvörðun prestastefnunnar verður síðan tekin fyrir á kirkjuþingi í haust til samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×