Erlent

Einn grunaðra í Glasgow er íraskur læknir

Frá árásinni á flugvöllinn í Glasgow.
Frá árásinni á flugvöllinn í Glasgow. MYND/AFP

Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow var rýmt í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu, samkvæmt fréttastofu Sky News. Hverfið er skammt frá flugvellinum í Glasgow. Að sögn fréttastöðvarinnar er einn hinna handteknu læknir frá Írak, Bilal Abdulla.

Reuters fréttastofan segir að sprengingarnar hafi verið tvær. Sky telur líklegt að bifreið hafi verið sprengd við bústað starfsfólks spítalans í Paisley. Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í sama hverfi. Alls hafa því sjö einstaklingar verið handteknir í tengslum við árásina í Glasgow. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skara skríða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×