
Erlent
Tilraunirnar vekja ugg

Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu eru á meðal þeirra sem krafist hafa skýringa á þessum tilraunum og um leið lýst yfir áhyggjum af leifar hnattarins geti skemmt aðra gervihnetti sem svífa um á svipuðum slóðum.