Enski boltinn

Eggert bjartsýnn á að halda Tevez

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára.

Tevez hefur verið orðaður við fjölda liða á liðnum vikum eftir að hann reyndist Lundúnaliðinu afar dýrmætur í fallslagnum í vor. "Málið er einfalt. Tevez er með samning við West Ham næstu þrjú árin. Öllum líkar vel við hann hér hjá félaginu og hann er góður drengur og frábær leikmaður," sagði Eggert í samtali við Sky í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×