Enski boltinn

Mánudagsslúðrið á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Bresku blöðin láta ekki sitt eftir liggja í slúðrinu um helgina frekar en aðra daga. Daily Mirror segir að Stuart Pearce stjóri Man City hafi flogið til Spánar til að fylgjast með varnarmanninum Juanito. Þá segir blaðið að Lawrie Sanchez muni reyna að kaupa Steven Davis frá Aston Villa ef honum verður boðið fullt starf hjá Fulham.

The Sun segir að Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, muni bjóða 4 milljónir punda í miðjumanninn Scott Brown hjá Hearts í Skotlandi í sumar. Daily Record segir að Tottenham sé einnig á höttunum eftir Brown eftir að yfirmaður knattspyrnumála hjá Spurs fylgdist með honum um helgina.

The Guardian segir að Newcastle sé tilbúið að fara í stríð við enska knattspyrnusambandið til að koma í veg fyrir að Michael Owen spili með enska landsliðinu í júlí. (Daily Star). Á sama tíma neitar Newcastle orðrómi um að Owen sé að fara frá félaginu í sumar (The Guardian).

Sunnudagsslúðrið: 

The People greindi frá því í gær að Manchester United væri að íhuga tilboð í Michael Owen í sumar ef hann sýndi fram á að vera búinn að ná sér af meiðslum.

Liverpool og Everton eru sögð á eftir hinum 19 ára gamla Danny Haines hjá Ipswich. (People).  Juventus hefur áhuga á að fá til sín Nicolas Anelka frá Bolton (News of the World). Arsenal hefur áhuga á markverðinum Craig Gordon frá Hearts  (Mirror). Middlesbrough hefur samþykkt að greiða Real Madrid 8 milljónir punda fyrir Jonathan Woodgate (Mail on Sunday) og að lokum eru Bolton og Newcastle sögð á höttunum eftir franska framherjanum Andre-Pierre Gignac (News of the World).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×