Þriðjungur vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf 16. apríl 2007 06:45 Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara. Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara.
Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira