Þriðjungur vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf 16. apríl 2007 06:45 Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara. Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara.
Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira