Erlent

Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru

MYND/GVA

Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt.

Vísað er til þess að margar strendur og skógar í Danmörku séu hentugir til þess arna en lykilatriðið sé að þar sé ekki mikið um að vera. Leiðarvísirinn er ekki enn tilbúinn og því hvetja samtökin reynt fólk í þessum efnum til að koma með ábendingar um góða staði sem nýta má í stað rúmsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×