Enski boltinn

West Ham lagði Middlesbrough

Lee Bowyer fagnaði marki sínu að hætti hússins
Lee Bowyer fagnaði marki sínu að hætti hússins NordicPhotos/GettyImages

Íslendingalið West Ham vann í dag nokkuð öruggan 3-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þar sem framherjinn Dean Ashton skoraði sitt fyrsta mark síðan í úrslitaleik enska bikarsins í fyrra. Middlesbrough fékk aragrúa færa í leiknum en náði ekki að nýta þau.

Það var Lee Bowyer sem opnaði markareikning Hamranna eftir aðeins um 20 sekúndna leik í síðari hálfleik og skömmu síðar varð Luke Young fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það var svo Dean Ashton sem innsiglaði sigur heimamanna eftir sendingu Matthew Etherington frá vinstri.

Boro-menn fengu fullt af færum í leiknum en skildu skotskóna eftir heima að þessu sinni. West Ham hafði ekki unnið heimaleik á leiktíðinni fyrir leikinn í dag. Liðið varð þó fyrir áfalli í fyrri hálfleiknum þegar velski framherjinn Craig Bellamy þurfti að fara meiddur af velli og virtist kenna sér meins í nára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×