Enski boltinn

Tottenham hafði geta unnið leikinn

Nordicphotos/Getty images.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Tottenham hefði líklega haft sigur í grannaslag liðanna í dag ef því hefði tekist að skora annað markið. Hann segir jöfnunarmark Emmanuel Adebayor því hafa verið algjört lykilmark í leiknum.

"Bæði lið reyndu svo sannarlega að vinna í dag og spiluðu mjög vel. Hálfleikurinn var mjög opinn og þar vorum við nálægt því að fá á okkur annað mark. Það gerðist ekki og í staðinn slógum við Tottenham út af laginu með þvi að jafna. Það var rosalega sterkt að koma til baka og vinna leikinn, því ég held að Tottenham hefði unnið ef liðinu hefði tekist að skora annað markið," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×