Beirút lömuð vegna óeirða 23. janúar 2007 17:45 Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira