Erlent

Verkfall og vegatálmar í Beirút

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, hvatti sitt fólk til dáða í sjónvarpsávarpi í gær.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, hvatti sitt fólk til dáða í sjónvarpsávarpi í gær. MYND/AP
Þúsundir manna hafa svarað kalli stjórnarandstöðunnar í Líbanon um allsherjarverkfall sem hefst í dag. Dekkjabrennur mótmælenda loka vegunum til og frá borginni, bæði til norðurs og suðurs og vegurinn að alþjóðaflugvelli landsins er sömuleiðis lokaður. Svartur reykur mettar loftið í námunda við brennurnar og hangir yfir borginni.

Flugfélög hafa aflýst flugi til og frá flugvellinum vegna mótmælanna. Fátt starfsfólk hefur mætt til vinnu og farþegar hafa veigrað sér við að reyna að komast á flugvöllinn.



Verkfallið er nýjasta tilraunin til að fella ríkisstjórn Fouads Siniora, með því að lama þjóðfélagið. Hisbollah fer í broddi fylkingar sjía en kristinn flokkur Michels Aoun styður þá að málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×