Erlent

Nýjar kjarnorkuviðræður af stað

Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld hyggjast hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en seinustu lotu þeirra lauk í desember án teljanlegs árangurs. Auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eiga Japan, Kína og Suður-Kórea aðild að viðræðunum.

Christopher Hill, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vonast til þess að áætlun sem samþykkt var árið 2005 kæmi til framkvæmda. Sú áætlun felur í sér að Norður-Kóreumenn hætti kjarnorkutilraunum í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð og öryggistryggingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×