Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney var skotmark í sjálfsmorðsárás við aðalherstöð Bandaríkjamanna í Afghanistan í morgun. Þetta sagði talsmaður Talibana Mullah Hayat Khan í dag. Sprengjan varð tuttugu manns að bana þegar hún sprakk en Cheney gisti herstöðina í nótt.
Cheney kom óvænt til Afganistan í gær og ætlaði að hitta Hamid Karzai forseta landsins en tafðist vegna veðurs. Cheney særðist ekki í sprengingunni.