Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af.
Morðið hefur verið fordæmt víða og afghansk dagblað lagði í dag til að fangar úr röðum Talibana yrðu myrtir til að svara fyrir ódæðið.