Enski boltinn

Liverpool varar við ferð til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta er útsýnið sem stuðningsmenn aðkomuliðsins hafa á heimavelli Besiktas.
Þetta er útsýnið sem stuðningsmenn aðkomuliðsins hafa á heimavelli Besiktas. Mynd / www.liverpoolfc.tv

Liverpool varar í dag við þeim aðstæðum sem stuðningsmönnum liðsins verður boðið upp á heimavelli Besiktas.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en liðin mætast í Tyrklandi þann 24. október næstkomandi.

Liverpool mætir næst Marseille á heimavelli í A-riðli Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn kemur.

Fram kemur að þær aðstæður sem stuðningsmönnum aðkomuliðsins eru fyrir hendi á heimavelli Besiktast eru afar slakar.

Útsýni frá stúkunni er víggirt með stórum girðingum og er afspyrnuslakt. Þá eru allar salernisaðstæður mjög einfaldar og aðgengið að gestastúkunni slæmt.

Þá er reyndar ekki tekið fram að stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa oftar en ekki tekið frekar illa á móti stuðningsmönnum aðkomuliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×