Enski boltinn

Kyntröllið Crouch

Peter Crouch virðist falla vel í kramið hjá hópi fólks sem er nú að opna vefsíðu tileinkaða fallegum limaburði hans
Peter Crouch virðist falla vel í kramið hjá hópi fólks sem er nú að opna vefsíðu tileinkaða fallegum limaburði hans NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool er í sviðsljósinnu á nýrri vefsíðu sem er að fara í loftið. Það er hópur aðdáenda leikmannsins sem stendur fyrir opnun síðunnar og kallar hópurinn sig Crouch Is A Sex God - eða Crouch er kyntröll. Crouch sjálfur er mjög hrifinn af þessu uppátæki.

"Ég hef aldrei verið settur í flokk kyntrölla áður. Ég væri sannarleg til í að hitta fólkið sem stendur fyrir þessu - ég er viss um að þetta er rosalega fallegt fólk," sagði Crouch í samtali við The Sun þegar hann var spurður út í síðuna.

Í viðtalinu sagðist Crouch einnig vera að undirbúa sína fyrstu ævisögu og segir hann hana verða ólíka ævisögum félaga sinna í enska landsliðinu. "Ég er ekki maður sem hefur alltaf spilað á toppnum eins og margir af hinum strákunum. Ég hef spilað fyrir Dulwich Hamlet í utandeildinni og ég hef spilað í Svíþjóð. Það er þess vegna sem ég er sennilega ánægðari með það sem ég hef en margir aðrir. Ég hef fengið að reyna að vera alveg óþekktur leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×