Erlent

Áfram reynt að bjarga námuverkamönnunum í Utah

Robert Murrey, námueigandi. Hefur ekki gefið upp alla von að finna mennina á lífi.
Robert Murrey, námueigandi. Hefur ekki gefið upp alla von að finna mennina á lífi.

Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum undirbúa nú að bora þriðju holuna í átt til námuverkamannanna sex sem enn er saknað eftir kolanámur hrundu saman síðastliðinn mánudag. Ekkert hefur til mannanna spurst frá því námurnar hrundu og því ekki vitað hvort þeir séu enn á lífi.

Talið er að mennirnir hafi orðið innlyksa á um 550 metra dýpi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir frá því í síðustu viku en gert var stutt hlé á miðvikudaginn vegna jarðhræringa á svæðinu.

Áður höfðu björgunarmenn borað tvær holur í átt að svæðinu þar sem talið er að mennirnir sitji fastir. Teknar voru myndir í annarri borholunni og komið fyrir myndavélum í hinni. Ekkert lífsmark hefur hins vegar fundist.

Kolanámurnar, sem í Crandall-skarði í Klettafjöllunum, hrundu saman á mánudaginn í síðustu viku. Sérfræðingar telja að mennirnir hafi nægt súrefni og drykkjarvatn til lifa í nokkrar vikur til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×