Erlent

Umhverfisverndarsinnar mótmæla stækkun Heathrow flugvallar

Umhverfisverndarsinnar streyma nú til nágrennis Heathrow-flugvallar að mótmæla fyrirhugaðri stækkun hans. Þeir vilja vekja athygli á því að flugumferð er ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda. Búist er við að allt að þrjú þúsund manns taki þátt í vikulöngum mótmælunum, en um 150 manns byrjuðu í gær að reisa mótmælabúðir á svæðinu.

Mótmælendurnir ætla að beita fyrir sig borgaralegri óhlýðni og er búist við að þeir muni hlekkja sig við farartæki, hengja mótmælaborða á byggingar og loka vegum að vellinum. Um átján hundruð lögreglumenn munu fylgjast með mótmælunum og hafa flugvallaryfirvöld lýst því yfir að þau muni ekki líða nein óþægindi fyrir farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×