Enski boltinn

Wenger: Við höfðum áhuga á Drogba

AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi haft áhuga á að fá Didier Drogba í sínar raðir þegar hann lék með neðrideildarliðum í Frakklandi á sínum tíma, en ekkert hafi orðið úr því. Hann segir Drogba búa yfir nokkuð sérstakri reynslu sem nýtist honum vel í keppni meðal þeirra bestu.

"Við fylgdumst með honum þegar hann lék í Le Mans á sínum tíma en ekkert varð meira úr því. Hann hefur staðið sig mjög vel á síðustu árum og hann var maður sem blómstraði seint og því reyndi mikið á hann framan af ferlinum. Það er góður skóli fyrir svona leikmann og heldur honum vel á tánum, því menn sem koma úr bakgrunni eins og Drogba vita hvernig er að spila í lægri deildum og kæra sig ekki um að snúa aftur þangað," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×