Enski boltinn

Endurkomu Owen seinkar

NordicPhotos/GettyImages

Michael Owen hjá Newcastle mun ekki snúa aftur með liði sínu í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn eins og til stóð eftir að í ljós kom að hann var ekki valinn í varaliðshóp félagsins sem mætir Middlesbrough í kvöld. Owen er að ná sér af erfiðum hnémeiðslum sem hann varð fyrir í fyrra.

Endurkomu kappans mun því líklega seinka eitthvað en félagi hans Shola Ameobi spilar varaliðsleikinn í kvöld og gæti orðið klár gegn Chelsea um helgina. Forráðamenn Newcastle eru nú að sækjast eftir bótum vegna meiðsla sem Owen varð fyrir með landsliðinu, því hann hefur ekkert geta spilað með liðinu í vetur eftir að hann var keyptur á 17 milljónir punda frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×