Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna dóu í sprengju sem sprakk á bíl þeirra í Afganistan í dag. Fjórir mannanna voru frá Nepal en einn þeirra var Afgani. Árásinn átti sér stað í borginni Kandahar, en það er talinn vera upphafsstaður Talibana hreyfingarinnar.
Leifar af bílnum liggja um veginn og átti lögreglan í erfiðleikum með að ná mönnunum út. Verið er að rannsaka hverskonar sprengjuefni var notaði í árásinni þar sem það var kröftugri sprengja en fólk er vant.