Erlent

Varasamt að setja myndir af börnum á veraldarvefinn

Barnaníðingar leita oft uppi fjölskyldurmyndir af vefnum
Barnaníðingar leita oft uppi fjölskyldurmyndir af vefnum Mynd/ AFP
Lögreglan í Danmörku varar fólk við því að setja fjölskyldumyndir af fáklæddum börnum úr sumarfríum á veraldarvefinn. Søren Thomassen, yfirmaður hjá tölvuglæpadeild dönsku lögreglunnar, segir að fjölmargir barnaníðingar hafi aðgang að forritum sem geti breytt myndunum með vafasömum hætti. Saklausar myndir af börnum sem hafi ekki neina kynferðislega skírskotun séu þannig gerðar óviðurfelldar. Við rannsóknir á tölvum barnaníðinga finnist oft myndir af börnum úr sumarleyfum.

„Þess vegna ætti fólk að varast það að setja myndir af börnum á vefinn. Ef það er gert eru líkur á því að þær séu notaðar á vafasaman hátt. Séu myndir settar á vefinn ber að læsa þær inni á síðum sem enginn hefur aðgang að nema með aðgangslykli, eða þá að senda þær bara í tölvupósti til valdra viðtakenda," segir Søren.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×